21.11.06

guði það sem guðs er

kunningjahópurinn er orðinn þess fullviss að ég sé haldinn þráhyggju sem snýst um trúmál og kirkju. er nú ekkert sammála því er rembist við að vera málpípa minnihlutans á þeim vettvangi; hinna trúlausu. nú ætla ég enn að höggva í þann knérunn (spurning hvort ég geti talið skógræktarmenn á að hefja ræktun og helst kynbætur á knérunnum).

en í Fréttablaðinu í dag, á síðu 20, er afar athyglisverð úttekt á útgjöldum ríkisins til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.

akkúrat núna ætla ég ekki í pælingar um aðskilnað ríkis og kirkju eða það sem ég hef talað fyrir lengi: einkavæðingu kirkjunnar. enn síður ætla ég að viðra skoðanir mínar á hugmyndinni um guð að þessu sinni.

aðeins greiðslur samfélagsins til þjóðkirkjunnar og vitna í þessa grein sem er einfaldlega byggð á gögnum úr fjárlögum ríkisins.

fram kemur að á næsta ári leggur ríkið þjóðkirkjunni til 3.839.000.000 kall. tæpa fjóra milljarða – og þetta framlag hefur meira en tvöfaldast á síðustu níu árum.
aukningin er mest í launum presta sem ríkið er skuldbundið til að greiða eftir samningi frá 1907. núna krónur 1.373.000.000 í laun sem dreifast á 139 stöðugildi. það eru tæpar tíu millur á haus.

fram kemur einnig að þjóðkirkjunni tilheyra 84% þjóðarinnar en af samanlögðum framlögum ríkisins til trúfélaga fær þjóðkirkjan 95%.

drjúgur hlutur teknanna kemur frá sóknargjöldum sem eru skattur. hafa tvöfaldast í krónutölu síðan 1998 með vaxandi tekjum. sem þýðir að þegar maður greiðir keisaranum skattinn er keisarinn um leið að innheimta fyrir kirkjuna – guði það sem guðs er. eða er það kannski klerknum það sem klerksins er?

þetta er sjálfvirkt kerfi og maður þarf að hafa fyrir því sjálfur að þessi skattur fari annað en í botnlausa hít kirkjunnar. þrautalendingin fyrir trúleysingja er Háskóli Íslands... eini valkosturinn sem ekki er trúfélag.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já guð er dýr í rekstri, samt virðist honum vera andskotans sama.

20:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Tvöfaldast á 9 árum... Athyglisvert - það er munur en í samgöngumálin...! Greinilega ekki sama Jón og SÉRA JÓN!

21:37  
Anonymous Nafnlaus said...

það er nauðsynlegt að borga þeim vel sem messa yfir lýðnum. Svo er messuvínið dýrt.

22:28  
Anonymous Nafnlaus said...

og einn fróðleiksmoli í viðbót sem ég var búinn að gleyma en Papa Populus benti mér á áðan:

sóknargjöld þeirra sem kjósa að styrkja Háskóla Íslands frekar en þjófkirkjuna eða önnur trúfélög renna óskipt til guðfræðideildar skólans – séra Jón sumsé enn og aftur.

22:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Papa var að vísu ekki alveg viss um að sú væri raunin ennþá. En papa er alveg viss um að samkrull ríkis og trúfélaga er uppspretta fantaskapar, spillingar og asnaskapar.
Trúarsöfnuðir eiga að bjarga sér sjálfir með hjálp fylgjenda sinna. Ríkið, valdið, pólitískir hálfvitar og aðrir óþurftarriddarar sem við virðumst alltaf veita brautargengi meiga helaþvo þá sem vilja fallerast; og féfletta fíflin ef þeir geta, ef þau eru nógu vitlaus til að láta plata sig. Samfélag sem sameinast um trú, er illa statt. Nú á dögum eru allir vitlausir útaf múslimum, en eru þeir öðruvísi en við sem höldum að mannvonska hafi eitthvað með Guð, Alla eða önnur goð að gera? Mannvonska er mennsk. Ekki guðleg. Trú er ekki dagleg aðferð til að snuða náungan. Trú gæti eftilvill orðið dagleg aðferð til að hjálpa náunganum, ef við værum ekku svona djöfulli auðvirðileg. Þessvegan er betra að láta brjóstvit, tilfinnigar og mennsku ráða för. Við gerum Guði ekkert gagn nema að hlaða undir hann völdum sem við tökum okkur svo í hans nafni, honum til óþurftar og ama.

03:51  
Anonymous Nafnlaus said...

... ef hann sé til!

09:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Guð er dauður

Gott ist tot

22:44  

Skrifa ummæli

<< Home