20.11.06

öruggur staður til að vera á

fyrirsögnin er versta slagorð í samanlagðri slagorðasögu á Íslandi – fullkomið bull og þreytist aldrei á að minna á þetta.
og meðan ég er að slá þetta inn er þessi sami frasi sunginn í útvarpinu! Sverrir Páll hefur líka verið iðinn við að hnýta í þessi ósköp.

nóg um það. hér kemur bílasaga:
það ágæta fyrirtæki Ásprent Stíll er með 2 litla Ford sendibíla á rekstrarleigu frá Brimborg. nýir bílar sem voru teknir í notkun í vor leið. ágæt tæki og hafa reynst okkur vel. þangað til veturinn kom.

kom nefnilega í ljós að þegar kólna fer í veðri hitna bílarnir ekki. og svör umboðsins snúast um að díselbílar sem þessir séu þannig útbúnir að þetta sé bara svona. ekkert óeðlilegt við það að bílarnir séu bara alltaf kaldir og vatnshitamælirinn hreyrfist ekki. ef við erum ósátt við að nota bílinn ískaldan og skjálfandi af kulda sé bara að kaupa í hann sjálfstæða miðstöð!

þetta finnst mér fráleitt og hef lagt til að annaðhvort sjái umboðið um að settar verði miðstöðvar í bílana (á sinn kostnað) eða við skilum þeim ella. það er nefnilega beinlínis fráleitt að selja bíla á Íslandi sem eru bara nothæfir á sumrin. ekki síst sendibíla.

átti fyrir tæpum 30 árum gamla VW bjöllu sem var þessum ókosti búin eins og bjöllumenn þekkja. síðan hef ég ekki kynnst þessu fyrr en núna og búinn að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér síðustu vikuna.

nú er þetta blogg semsagt farið að virka eins og Kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sem barn klæddist ég ull innst að kroppi og virkaði vel. Skil ekki þetta væl og held að hér myndi ullin koma sér vel. Svo er bara að keyra hratt og vera röskur.

17:37  
Anonymous Nafnlaus said...

sko, það er ekkert að marka með ósandi pípuna í kjaftinum allan tímann! má nú lengi ylja sér á svoleiðis viðhaldi.

19:22  
Anonymous Nafnlaus said...

hahha rétt er það félagi.

22:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Félagi Bárður brást svo heiftarlega við þessu hálfvitalega orðalagi að hann átti það til að vera heiftúðugur og vonlaus um velferð tegundarinnar döguum saman eftir að hafa heyrt þessa makalausu staðhæfingu. Hvað verður um fólk sem rís ekki gegn þessu af einurð? Á það eitthvað eftir af sjálfstæði og andlegri reisn?

03:07  

Skrifa ummæli

<< Home