22.11.06

straumþung holræsi




VETUR

Urgar við ístennt þakskegg
héluð björk
á fallaskiptum brestur í svellum
og straumþung
bræða holræsi snjó af hlemmum

hrekk upp við skerandi són
og slekk á stillimyndinni.


– við að skoða þessar myndir sem voru teknar í Spítalaveginum á laugardaginn var rifjaðist upp kvæðið hér að ofan sem er úr Kveikisteinum. var ort á sínum tíma með hliðsjón af einmitt þessum fyrirbærum sem sjást á myndunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home