23.11.06

Lögreglan á Blönduósi verðlaunuð fyrir gott fordæmi í umferðareftirliti

„Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaun fyrir gott fordæmi í umferðareftirliti. Verðlaunin voru veitt á umferðarþingi sem nú stendur yfir, en það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem afhenti Bjarna Stefánssyni sýslumanni á Blönduósi verðlaunin sem nefnast Umferðarljósið. Sturla sagði að lögreglan á Blönduósi hefði að öðrum lögregluembættum ólöstuðum, sýnt gott fordæmi í umferðareftirliti.

Umferðarljósið er nú veitt í sjöunda sinn þeim aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun, sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektavert starf á sviði umferðaröryggismála, að því er segir í fréttatilkynningu.“

–það sem hér að ofan er skráð er stolið beint af þeim ágæt vef mbl.is og þakka ábendinguna.

af ofanskráðu er líka rétt að spyrja sig nokkurra spurninga og stundum tveggja undir sama lið:

1. hafa landsfrægar aðgerðir Blönduósslöggunnar haft áhrif á raunverulegt umferðaröryggi?
þ.e.: hefur slysum fækkað í þessu umdæmi á síðasta áratug eða svo? þá í réttu samhengi við aukna umferð og hertar aðgerðir téðrar löggu.

2. hefur mittismál sýslumannsins í Vestur Húnavatnssýslu aukist í réttu hlutfalli við innheimtu hraðaksturssekta í umdæminu? og er mér þá slétt sama hvort þarf að færa beltið um gat vegna meiri maga eða gildari pyngju.

3. hafa Blöduósslöggan, eða sýslumaðurinn í umdæminu, beitt sér fyriri vegabótum?
vegir eru víða stórhættulegir í umdæminu vegna þess einfaldlega að þeir eru ónýtir. gamlir, mjóir, signir og úreltir fyrir löngu.

4. hefur Blönduósslöggan það að markmiði að setja nýtt met á hverju ári í að sekta ökumenn fyrir hraðakstur? og ef svo er: er það réttlætanlegt að það sé markmið?

5. er rétt stefna að halda niðri umferðarhraða á Íslandi með ofbeldi af þessu tagi? þeas: er rétt að verðlauna það með þeim formerkjum að um gott fordæmi sé að ræða?

6. finnst einhverjum gaman að vera lengi að keyra um umdæmi sýslumannsins í Vestur Húnavatssýslu?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mæl þú manna heilastur kæri félagi.

Vegurinn skal burt úr þessu guðvolaða umdæmi og taka skal allar hlykkjur af leiðinni. Sturla(ði) samgangnamálaráðherrann (þetta finnst mér flottara en hitt - vísa í komment við íslenskupistli - fyrra a-ið í gangna skal teygjast í framburði að hætti vestfirðinga) hefur lofað tvíbreiðum vegi millum Sollsins og botns Eyjafjarðar - Þá gengur ekki að hafa koffeinóða kapteina í klárlega kolóðustu fasistasveit sektarritara landsins með eftirlit með akstri.

Skerum blönduós burt úr hringveginum!

Einhverntíma skal ég Aðalsteinn, kveða fyrir þig Stórasandsrímur hinar seinni og sannfæra þig um ágæti þessarar tillögu minnar.

P.s.
Enn stendur mér 'tútnið' lifandi fyrir hugskotssjónum, ég hef áhyggjur af Skara.

07:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Stórasandsrímur vil ég gjarnan heyra!

lýsti „tútninu“ áðan fyrir aðdáendaSkara og þeim fannst það ekkert sérlega fyndið... hmmmm

annars mér slétt sama um Blönduós, það er löggan og sýsli sem bögga mig eilíflega.

17:58  

Skrifa ummæli

<< Home