orðanna hljóðan
stundum hafa blaðamenn náð að búa til bráðskemmtilegar fyrirsagnir á fréttir.
ein sú flottasta er fárra ára gömul og var birt í einhverju dagblaðanna eftir deilur Markúsar útvarpsstjóra og indversku prinsessunnar Leoncie. fyrirsögnin var „Leoncie reið Markúsi Erni.“ þetta er bara snilld.
af öðrum toga er fornfræg fyrirsögn úr gamla Degi sáluga þegar bæjaryfirvöld höfðu ákveðið að það væri ótækt að slökkviliðmenn á næturvöktum hefðu ekkert fyrir stafni. til að bæta úr því var þeim gert að þrífa strætisvagna bæjarins við lítinn fögnuð. og fyrirsögnin á fréttinni um þetta var: „Látnir þvo bíla á nóttunni.“
ritaðar hafa verið bækur með svona tilvitnunum en man bara þessar í augnablikinu. og svo náttúrulega þessa sem ég nefndi um daginn um óþekka barnið...
ein sú flottasta er fárra ára gömul og var birt í einhverju dagblaðanna eftir deilur Markúsar útvarpsstjóra og indversku prinsessunnar Leoncie. fyrirsögnin var „Leoncie reið Markúsi Erni.“ þetta er bara snilld.
af öðrum toga er fornfræg fyrirsögn úr gamla Degi sáluga þegar bæjaryfirvöld höfðu ákveðið að það væri ótækt að slökkviliðmenn á næturvöktum hefðu ekkert fyrir stafni. til að bæta úr því var þeim gert að þrífa strætisvagna bæjarins við lítinn fögnuð. og fyrirsögnin á fréttinni um þetta var: „Látnir þvo bíla á nóttunni.“
ritaðar hafa verið bækur með svona tilvitnunum en man bara þessar í augnablikinu. og svo náttúrulega þessa sem ég nefndi um daginn um óþekka barnið...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home