26.11.06

kápan á bók Ævars í 2. sæti!


hópur álitsgjafa undir forystu prófessors Guðmundar Odds hefur valið bestu og verstu bókarkápurnar á vertíðinni og birt niðurstöður í Fréttablaðinu.

kápan á Sá yðar sem syndlaus er eftir Ævar Örn Jósepsson nær öðru sæti í flokknum verstu kápurnar. sem er mikill heiður. í umsögn segir m.a.:

„Þessi bók á vonandi eftir að seljast vel fyrir jólin. En það er ekki kápunni að þakka...“

„Þessi kápa er dauð eins og malbik. Flatneskjan og grámyglan eru með ólíkindum og dapurleg tilraunin til að skapa dýpt í verkið með skugga undir klunnalegu letrinu...“

„Ætti að fá á sig gylltan miða með áletruninni „Don't judge the book by it's cover – sagan er jafn góð og kápan er vond...“

„Ævar hefur reyndar sent frá sér röð af góðum glæpasögum með vondum kápum og maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé orðið „trade mark“ hjá honum...“

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna, ekki er öll vitleysan eins.

16:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Svona á þetta að vera :) En við viljum að vísu ekki annað sætið heldur fyrsta!

17:07  
Anonymous Nafnlaus said...

sko: þetta er engin vitleysa. allt satt og rétt nema hvað leturgerðin er fín, hvað sem menn segja.

og svo sammála Elínu – fyrsta sætið hefði verið betra.
því eins og Snæfríður Íslandssól orðaði það með eftirminnilegum hætti: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ í þessu tilfelli kannski frekar þann versta en þann næstversta...?

17:51  
Anonymous Nafnlaus said...

þess ber að geta að höfundur bókarinnar var alsæll með þessa tilnefningu; hefur semsé lent á þessum lista með allar sínar bækur en ekki fyrr en nú komist upp fyrir þriðja sætið!

23:39  

Skrifa ummæli

<< Home