27.11.06

kæru systur

skilst að minn ágæti og reyndar fráfarandi bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, hafi reiðst ummælum Þorgerðar Katrínar á dögunum um slælegt gengi kvenna í flokknum í prófkjörum og litið á það sem árás á sig og sitt framboð rétt fyrir prófkjör. hafði samt góðan sigur og næsta víst að hann sest á þing að vori.

þess vegna var það sem ég tók eftir því að í heilsíðuauglýsingu frá Kristjáni, sem ég rakst á í dag og hafði birst í Vikudegi á fimmtudaginn var, voru myndir af tæplega 60 nafngreindum stuðningsmönnum hans – af þeim voru 9 konur.

þetta hlýtur að teljast klaufalegt og í orðastað KÞJ er þessi limra:

„Ég er Kristján og kosinn sisvona,
kjördæmis björtust vona.
Verð studdur á þing
og þeir slá um mig hring.
Aðeins fimmti hver kjósandi er kona.“

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nú er gaman.

Ég er kristján Þór, ég er karl, og ég þori að vona
að kjósendur óski þess helst að ég sé sisvona
Ég mun þjóta inn á alþingi
með þokka míns fulltyngi
og þar verður bara fimmta hver hræða kona.

01:32  

Skrifa ummæli

<< Home