bætiflákar í bakkafullan læk
meira af bókaútgáfu Uppheima og kápuhönnun. hér eru glefsur úr ritdómi Inga Börns Guðnasonar á bokmenntir.is um Ógæfusömu konuna eftri Richard Brautigan í þýðingu Gyrðis Elíassonar:
„Bók eins og Ógæfusama konan eftir Richard Brautigan á því miður á hættu að fara algjörlega framhjá manni á meðan jólabókaflóðið svokallaða stendur yfir. Þetta er lítið kver í kiljuútgáfu sem lætur ekki mikið yfir sér. Kápan er stílhrein og falleg, rauð og hvít að lit og skartar myndum af skáldinu á forsíðu og baksíðu eins og útgáfur verka Brautigan gera gjarnan. Bókin er gefin út af litlu forlagi á Akranesi sem kallast Uppheimar og hefur staðið sig einkar vel í útgáfu á vönduðum þýðingum síðustu ár. Gyrðir Elíasson þýðir bókina en þetta er fjórða bók Brautigan sem hann snýr á íslensku.“
„...Aðstandendur þessarar útgáfu eiga þakkir skyldar fyrir að færa íslenskum lesendum þetta litla kver. Þýðing Gyrðis Elíassonar er afbragð og án þess að nákvæm athugun liggi að baki þori ég að fullyrða að honum takist að fanga þann grátbroslega, afslappaða og látlausa stíl sem einkennir söguna. Að endingu verð ég líka að taka hatt minn ofan fyrir því að bókin skuli koma út í vandaðri kiljuútgáfu – vonandi ratar hún til fleiri lesenda fyrir vikið.“
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home