24.4.08

GLEÐILEGT SUMAR...


...og takk fyrir veturinn. hann var dimmur og langur eins og ævinlega en oft verið erfiðara að afbera hann en nú. þökk sé elskunni minni, krökkunum, vinum og félögum. og nú stefnir í sumar enda spáir frosti og snjó.

22.4.08

BÓKAVIKAN



nú er vika bókarinnar og get ekki stillt mig um að monta mig aðeins af framlagi Uppheima til hátíðahaldanna.

auk þess að bók sem við gáfum út sl. haust er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna, Loftskeytamaðurinn eftir Knut Hamsun í þýðingu Jóns Kalmans Stefánssonar, koma út tvær ljóðabækur á vegum Uppheima á sumardaginn fyrsta.

Borgarlínur eftir Ara Trausta Guðmundsson og Flautuleikur álengdar, ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar.

Ari Trausti vex með hverri bók og hér lýsir hann upplifunum úr borgum víðs vegar um heiminn.
Gyrðir er ekki aðeins eitt okkar hagasta skáld heltur mikilvirkur þýðandi afburða bókmennta um langt skeið. það er gaman að geta þess að Gyrðir á 25 ára rithöfundarfmæli um þessar mundir. eftir hann liggur þegar á fjórða tug frumsaminna verka og þýðinga.

12.4.08

vatnsvika

jahá. nú býðst okkur að bjarga mannslífum. styrkja þær milljónir manna sem búa við vatnsskort eða óheilnæmt drykkjarvatn og bjarga þeim frá bráðum bana. UNICEF segir að á degi hverjum deyi í heiminum 6.000 börn af þessum sökum.

það er gott að bjarga þeim sem bjargað verður. en aðferðin sem notuð er stingur mann – eitthvað sem passar illa saman. semsagt sú að með því að borga fyrir kranavatn á íslenskum gourmet-restauröntum bjargi maður nauðstöddum í þriðja heiminum.

er ekki eitthvað siðlaust við þessa aðferð?

jú sko, nú skulum við hjálpa bágstöddum og fá okkur eitt glas af kranavatni á 250 kall meðan við kjömsum á nautasteikinni á Holtinu eða humrinum í Sjávarkjallaranum... það breytir jú ekki öllu hvort reikningurinn verður 22.500 eða 22.750.

hmmmm.