vatnsvika
jahá. nú býðst okkur að bjarga mannslífum. styrkja þær milljónir manna sem búa við vatnsskort eða óheilnæmt drykkjarvatn og bjarga þeim frá bráðum bana. UNICEF segir að á degi hverjum deyi í heiminum 6.000 börn af þessum sökum.
það er gott að bjarga þeim sem bjargað verður. en aðferðin sem notuð er stingur mann – eitthvað sem passar illa saman. semsagt sú að með því að borga fyrir kranavatn á íslenskum gourmet-restauröntum bjargi maður nauðstöddum í þriðja heiminum.
er ekki eitthvað siðlaust við þessa aðferð?
jú sko, nú skulum við hjálpa bágstöddum og fá okkur eitt glas af kranavatni á 250 kall meðan við kjömsum á nautasteikinni á Holtinu eða humrinum í Sjávarkjallaranum... það breytir jú ekki öllu hvort reikningurinn verður 22.500 eða 22.750.
hmmmm.
það er gott að bjarga þeim sem bjargað verður. en aðferðin sem notuð er stingur mann – eitthvað sem passar illa saman. semsagt sú að með því að borga fyrir kranavatn á íslenskum gourmet-restauröntum bjargi maður nauðstöddum í þriðja heiminum.
er ekki eitthvað siðlaust við þessa aðferð?
jú sko, nú skulum við hjálpa bágstöddum og fá okkur eitt glas af kranavatni á 250 kall meðan við kjömsum á nautasteikinni á Holtinu eða humrinum í Sjávarkjallaranum... það breytir jú ekki öllu hvort reikningurinn verður 22.500 eða 22.750.
hmmmm.
3 Comments:
Er það ekki einmitt málið. Að plokka pening af þeim sem hafa efni á að fara út að borða á þessum stöðum. Fín hugmynd.
hmmmm... kann að vera.
Þarna erum við sammála bróðir, þetta er búið að fara fyrir brjóstið á mér. Hef meira að segja gefið mér tíma til að tuða yfir þessu, eitthvað ekki að ganga upp í þessari hugmynd........ eins og þú orðar svo réttilega.
Skrifa ummæli
<< Home