forystusauður hins frjálsa heims
á unglingsárum var mér kennt að Rússar væru góðir og Bandaríkjamenn vondir.
Alræði öreiganna þar sem allir voru jafnir og höfðu næga vinnu, húsnæði á vegum ríkisins og samheldnin ein ríkti annars vegar – gróðahyggja auðmanna sem arðrændu almúgann og sköruðu eld að sinni köku hins vegar. trúði þessu öllu fram á síðustu stundu; þangað til kommúnisminn var endanlega hruninn og ekki stóð steinn yfir steini frekar en í múrnum mikla í Berlín. og eins gott að flett var ofan af því svínaríi öllu.
eftir stóðu vesturveldin með pálmann í höndunum: þetta sögðum við alltaf! hjá okkur ríkir frelsið - hjá þeim... ja, STASI, svona gott dæmi um algjöra kúgun borgaranna sem eru undir stöðugu eftirliti allan tímann. njósna hver um annan og gubba svo upplýsingunum inn til flokksmaskínunnar miklu.
í fréttatímum í dag og gær hefur verið sagt frá fólki sem lent hefur í hremmingum á flugvöllum í Bandaríkjunum af tilefnum sem eru svo smávægileg að viðbrögðin og móttökurnar ganga fram af öllum. ofstækið og ofsóknaræðið sem skín af slíkum málum er algjört og réttlætingin jafn hláleg og var austantjalds hér á árum áður: að verja borgarana, frelsið og kerfið.
eftirlit með almenningi hefur kannski aldrei og hvergi verið meira en það er þessa dagana í þeim löndum sem helst kenna sig við frelsi og umburðarlyndi; Evróðusambandslöndin og Bandaríkin. og þegar paranojan er komin á þetta stig fer fjöldi fórnarlamba vaxandi: hver einasti kjaftur er grunsamlegur, hættulegur og þar af leiðandi fjandsamlegur. og ber að meðhöndla sem slíkan.
ég minntist á bíómynd fyrir allmörgum mánuðum síðan: Líf annarra heitir hún, er þýsk og baklandið er STASI. full ástæða til að minna á hana aftur og dagkipunin er sem fyrr: SJÁIÐ ÞESSA MYND - er á leigunum.
Alræði öreiganna þar sem allir voru jafnir og höfðu næga vinnu, húsnæði á vegum ríkisins og samheldnin ein ríkti annars vegar – gróðahyggja auðmanna sem arðrændu almúgann og sköruðu eld að sinni köku hins vegar. trúði þessu öllu fram á síðustu stundu; þangað til kommúnisminn var endanlega hruninn og ekki stóð steinn yfir steini frekar en í múrnum mikla í Berlín. og eins gott að flett var ofan af því svínaríi öllu.
eftir stóðu vesturveldin með pálmann í höndunum: þetta sögðum við alltaf! hjá okkur ríkir frelsið - hjá þeim... ja, STASI, svona gott dæmi um algjöra kúgun borgaranna sem eru undir stöðugu eftirliti allan tímann. njósna hver um annan og gubba svo upplýsingunum inn til flokksmaskínunnar miklu.
í fréttatímum í dag og gær hefur verið sagt frá fólki sem lent hefur í hremmingum á flugvöllum í Bandaríkjunum af tilefnum sem eru svo smávægileg að viðbrögðin og móttökurnar ganga fram af öllum. ofstækið og ofsóknaræðið sem skín af slíkum málum er algjört og réttlætingin jafn hláleg og var austantjalds hér á árum áður: að verja borgarana, frelsið og kerfið.
eftirlit með almenningi hefur kannski aldrei og hvergi verið meira en það er þessa dagana í þeim löndum sem helst kenna sig við frelsi og umburðarlyndi; Evróðusambandslöndin og Bandaríkin. og þegar paranojan er komin á þetta stig fer fjöldi fórnarlamba vaxandi: hver einasti kjaftur er grunsamlegur, hættulegur og þar af leiðandi fjandsamlegur. og ber að meðhöndla sem slíkan.
ég minntist á bíómynd fyrir allmörgum mánuðum síðan: Líf annarra heitir hún, er þýsk og baklandið er STASI. full ástæða til að minna á hana aftur og dagkipunin er sem fyrr: SJÁIÐ ÞESSA MYND - er á leigunum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home