22.10.07

bækur

hugsa og fæst við bækur og bókaútgáfu alla daga um þessar mundir. sem er bráðgaman.

kannski er það ástæðan fyrir því að það vakti sérstaka athygli mína að í aðalfréttatíma sjónvarpsins í kvöld voru tvær fréttir um bækur. nýútkomnar bækur en samt óvenjulegar fréttir – eða öllu heldur óvenjulegar ástæður þess að bækurnar eru í fréttum.

önnur bókanna hefur reyndar verið í fréttum dögum saman og hefur komið út áður – og þar liggur „hnífurinn grafinn í kúnni". biblían.

hin bókin er líka margútgefin áður en kemur nú út eftir að hafa verið ófáanleg áratugum saman og öfugt við biblíuna hefur engu verið breytt frá fyrstu útgáfu: Tíu litlir negrastrákar.

það sem er skondið við fréttir og deilur um þessar bækur er hins vegar það sama varðandi báðar: pólitísk rétthugsun.

það böggar fólk að þýðingu biblíunnar skuli hafa verið breytt, enda er svo að sjá að innihaldi texta hafi verið hliðrað til svo það falli að smekk Íslendinga þessa dagana – og þótt það angri smekk Gunnars í Krossinum. bræður verða systkin, svo dæmi sé tekið. kannski er þetta bara sætt en ber þess samt óþægileg merki að opinber rétthugsun sé að teygja anga sína fullvíða.

sem kristallast einnig í því að enginn hefur þorað að gefa út negrastrákana tíu fyrr en Skruddumenn taka nú af skarið. þótt hér sé um rammíslenskt verk að ræða, texti í bundnu máli og myndir eftir sjálfan Mugg, Guðmund Thorsteinsson. í sjálfu nafni ritsins er óímunntkanlegt orð, negri. sem var sjálfsögð skilgreining á þeldökku fólki í upphafi tuttugustu aldar.
reyndar er ég nokkuð viss um að þetta sé vond bók, en hún er fyndin heimild um hugsanagang fyrir öld síðan og bara gaman að sé gefin út enn á ný. en má búast við að rétthugsandi forðist gripinn og reyni að vernda unga sína fyrir slíku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home