17.8.07

þúsund ár dagur, ei meir

í dag er liðið ár frá því að þessi bloggsíða var tekin í gagnið. og umtalsvert vatnsmagn til sjávar runnið síðan og miklar vendingar orðið á högum bloggarans. og ekki séð fyrir endann á því róti þar sem flutningar eru framundan á næstu dögum.

á fyrsta bloggdegi fékk ég sendingu frá félaga mínum og vini, Kristjáni Kristjánssyni, þar sem hann dró mig sundur og saman í háði fyrir að leggjast í blogg. vitnaði þá í hann og geri aftur í tilefni dagsins:

... „Bloggið er reyndar soldið sérstök sjálfspyntingaraðferð - en klárlega í anda þeirra syndasela sem vilja AGA sig til ákveðinna verka sem þeir alla jafna myndu aldrei láta sér detta í hug að nenna að inna af hendi - eins og að halda sálardýpkandi dagbók eða setja saman skárri texta en kjaftæði um daginn og veginn."

---

stefnan er sú að byrja aftur að skrá athugasemdir um lífið og tilveruna á þessari síðu, hef hunsað það í blíðunni í sumar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home