Reykjanes er töff
smábíltúr að kvöldlagi í vikunni að Kleifarvatni, Krýsuvík og Vigdísarvöllum. magnað umhverfi og hafði ekki komið áður að Vigdísarvöllum. í kvöldsól er þetta ævintýraheimur, hrjóstrugur og kaldranalegur en ægifagur. maður hugsar ósjálfrátt til Kjarvals.
neðri myndin er úr mosavöxnu hrauninu nærri Vigdísarvöllum, hin frá Fúlapolli við Seltún. þar er hressandi hverasvæði sem minnir um margt á hveraröndina við Námaskarð þótt minni sé í sniðum. sýður allt og kraumar og kæmi ekki á óvart að sjá þrífork gægjast upp úr brennisteinsútfellingunum. örstuttur bíltúr frá höfuðborginni í annan og gjörólíkan heim. af nógu slíku er að taka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home