flækingur
meira af svona persónuegum fréttum af eigin högum:
í rúman mánuð hef ég verið á stanslausum flækingi og svo verður áfram næstu vikur. og hef notið þessa dýrðarsumars sem verið hefur undanfarinn mánuð. glórulaus blíða upp á hvern dag síðan við komum frá Krít fyrir mánuði.
síðan þá er ég búinn að keyra tæpa 6.000 km. tvær langar helgar fyrir norðan, með strákunum á Niðurlotum og tvær helgar í bústað í Borgarfirði. búinn að fá alveg nýja mynd af því héraði og kynnst því betur. fór m.a. langa göngu frá Stóru-Skógum að Hreðavatni. Aldeilis frábært svæði og ekki spillti að rölta þessa 15 km í logni og +20°C hita með stelpunni sem maður er svona líka skotinn í.
framundan eru Vestmannaeyjar um næstu helgi og svo norður að Svínavatni og vonandi eitthvað til Akureyrar um verslunarmannahelgina. enda erindi þar sem Populusmenn munu standa fyrir tvennum tónleikum. Kristján Pétur í Deiglunni og Baldvin Ringsted, Bela, í Populus.
myndirnar að þessu sinni eru allar úr Borgarfjarðarhéraði, póstkortaklisjur úr blíðunni, teknar á nýja viðhaldið: Canon EOS400D...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home