22.5.07

Fyrirgefning syndanna


Það er gott þegar manni er fyrirgefið. Syndirnar eru margvíslegar og mismunandi og það er fyrirgefningin líka. Skemmtilegasta dæmi um fyrirgefningu er sala aflátsbréfa sem var stunduð bæði af kaþólskri kirkju og Snorra Ásmundssyni. Og er fínn bisniss. Samt hefur aflátssala alltaf þótt frekar ómerkileg viðskiptahugmynd og er ekki hátt skrifuð.

Þess vegna er skondið að fylgjast með auglýsingum bílainnflytjenda og fleiri fyrirtækja þessa dagana sem auglýsa grimmt sölu nýrra aflátsbréfa. Nú má kaupa sér hreina samvisku í umhverfismálum. Með því að kolefnisjafna bílinn.

Skógræktarmaðurinn í mér er alsæll með þetta, enda hafa skógarmenn talað fyrir þessu í hálfan annan áratug fyrir daufum eyrum. Sem svo fóru loks að heyra síðasta misserið og nú er þetta hin skemmtilegasta tískubylgja. Sem þýða mun aukna skógrækt og þar með bindingu kolefnis sem vinnur gegn gróðurhúsaáhrifum. Gott mál í rauninni en það sem er ergilegt við þetta er aflátssölufyrirkomulagið.

Þá á ég við að kaupa sig frá vandanum í stað þess að ráðast að rótum hans með því að draga úr útblæstri koltvísýrings.
Sjá: www.kolvidur.is

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home