7.5.07

Reykjavík norður

jæja – kosningar framundan. bæði júróvissjón og Alþingi og verður mikið sjónvarpskvöld á laugardaginn kemur. örugglega rétti tíminn ef mann langar að prófa að fara yfir á rauðu á Miklubrautinni.



lét loksins verða af því í dag að kanna í hvaða kjördæmi ég ætti að kjósa ef sú yrði raunin að ég gerði það. og niðurstaðan varð sú að það er Reykjavík norður. kjörstaður í Ráðhúsinu góða hérna í þarnæsta húsi við mig. og ákvað í framhaldinu að kjósa. hef mikið verið að velta því fyrir mér að sleppa því eins og undanfarin fimm eða sex ár og átt í vandræðum með að ákveða mig. en semsagt: í dag er ég ákveðinn. og það verður Samfylkingin.



því svo mislagðar hendur sem fylkingunni eru og misgóð þingmannsefni fyrir minn smekk, þá er það eini flokkurinn sem ég get hugsað mér að greiða atkvæði. og þar hafið þið það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home