15.4.07

hasar


síðustu tuttugu mínúturnar hef ég upplifað í fyrsta sinni að vera þátttakandi í einhverju sem er eins og almennilegur spennuþáttur í sjónvarpi. mjög áhrifaríkt og kannski ljótt að segja það en mér fannst gaman.

á slaginu tíu upphófust hróp í portinu bakvið húsið mitt sem gluggarnir hjá mér snúa að. hrópað á hjálp. og ósjálfrátt bregst maður þannig við að koma til hjálpar.

um portið hljóp hrópandi maður, hálfklæddur og blóðugur, veinaði á hjálp. ég gaf mig fram við hann og bauð aðstoð. hringdi á 112 og lýsti staðháttum og ástandi mannsins, sem var illa skorinn á báðum höndum. tók hann upp á veröndina, vatt handklæði um hendur hans og talaði hann niður. kallgreyið var í losti, augljóslega illa farinn af sukklíferni og ekki í lagi. en aðallega hræddur og meiddur. var kurteis og þakklátur fyrir aðstoðina.

svo mætti löggan á svæðið skömmu síðar, 4 ungir strákar og bara einn þeirra einkennisklæddur. og voru svo flottir og pro að það hálfa væri nóg. þekktu fórnarlambið og þekktu árásarmanninn strax af gælunafninu. urðu tens þegar þeir áttuðu sig á því að árásarliðið, sem var að handrukka fíkniefnaskuld, væri sennilega enn í húsinu. og þegar sást aftan á strák á mótorhjóli bruna út úr portinu var ljóst að þar var handrukkarinn á ferð og löggustrákarnir brugðust við nákvæmlega eins og maður sér í góðum breskum lögguþætti. hröð, markviss viðbrögð, talstöðvar í eyranu og þustu út. gogogo.

varð stórhrifinn af löggunni þarna. unnu verulega vel og skipulega. djöfullegt hins vegar að vita af svona hlutum í húsinu og í fyrsta sinn sem ég sé eitthvað dúbíus í gangi. en veit vel að ég er staðsettur á varasömum slóðum hvað þetta varðar.

fyrir saklausa sveitastrákinn að norðan var þetta hrein skemmtun. myndin er tekin við dyrnar út á veröndina hjá mér.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er naumast, gott að þér er skemmt yfir þessu en ég held að það sé gott að vera á varðbergi með afskipti af svona löguðu.

En auðvitað hjálpar maður þegar það er hægt og ég held að starf löggunnar sé vanmetið.

11:33  
Blogger POPULUS TREMULA said...

einmitt

13:11  

Skrifa ummæli

<< Home