29.3.07

að segja öllum frá

það er nokkuð ljóst af viðbrögðum að umfjöllun um innræti dýra höfðar lítt til lesenda – hvorugs þeirra. svo ég geri tilraun til að nálgast pólitísk málefni. samt út frá vinnutengdum sjónamiðum.

hvernig stendur semsagt á því að þegar fjallað er um kosningabaráttu – nánast hvaða kosningabaráttu sem er (á Íslandi, þekki ekki annað) – hafa fjölmiðlar ekki áhuga á neinu nema því hve miklu sé til kostað, sérstaklega í auglýsingar?

var rétt í þessu að horfa á frétt á RÚV um komandi kosningar í Hafnarfirði og viðtöl við formælendur andstæðra blokka snerust upp í umfjöllun um kostnað við birtingu auglýsinga. ég nota orðið birtingu meðvitað.

og nú hafa semsagt stjórnmálaflokkarnir haft með sér opinbert samráð um útgjöld í auglýsingar í fjölmiðlum á landsvísu í kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar.

og nú spyr ég:
hvers vegna er akkúrat þessi þáttur svona áberandi og (að því er virðist) svo mikilvægur?
hvers vegna er það látið líta svo út að í pólitík og öðrum kosningamálum sé það beinlínis ljótt að auglýsa?
hvers vegna þarf að setja þak á útgjöld í auglýsingum?

hef fullan hug á að fjalla meira um þetta á næstunni.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Hr A.SVanur ! :)

Nú hygg ég á norðurferð um páskana og ætla mér að koma við í Populus Tremula og kíkja á afmælissýninguna þína. Hvenær byrjar hún nákvæmlega ? :)


Bíð spenntur...

Kv, Steinar Óli

14:22  
Anonymous Nafnlaus said...

sæll sjálfur Steinar.

sýningin mín verður í Deiglunni og opnar á laugardag fyrir páska, líklega kl 14, veit það ekki ennþá.

16:01  

Skrifa ummæli

<< Home