6.3.07

refsigleðin


innslag í Kastljósi í gærkvöldi um fangann Geir í Bandaríkjunum var þörf áminning. strákur sem afplánar 20 ára dóm fyrir líkamsárás í skelfilegu tugthúsi við stöðuga lífshættu.

áminning um það hvað refsidómar eru fáránlegt fyrirbæri sem aldrei bætir nokkurn mann. og tímabær áminning þessa dagana þegar samfélagið er pakkfullt af háværum kröfum um þyngri refsingar við hverju sem er.

krafa um þyngri refsingar er krafa um hefnd. hefnd er andstyggilegt fyrirbæri og ömurlegt að heyra skynsamt fólk kalla eftir þessu með kröfum um þyngri refsingar. sú leið leysir engan vanda, hefur aldrei gert það og mun ekki gera það.

í Bandaríkjunum hafa menn þetta eina úrræði við hvers konar samfélagsvanda. stinga höfðinu í sandinn og vandanum í steininn. þetta er kallað að sópa skítnum undir teppið. í Evrópu, og til allrar lukku hér líka, eru eitthvað 30 eða 40 manns í tugthúsi af hverjum 100.000 íbúum. í Bandaríkjunum er þessi tala 700! það svarar til þess að ef við hefðum sama hátt á hér væru á þriðja þúsund manns í fangelsum á Íslandi. það er nánast allir íbúar á Húsavík svo dæmi sé tekið.

reynum nú frekar að grafast fyrir um rætur vandamálanna og fyrirbyggja þau heldur en að sópa undir teppið og væla á þyngri refsingar við afbrotum.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er hrikalegt. Gæinn verður ónýtur þegar hann kemur út eftir 20 ár.

16:41  
Anonymous Nafnlaus said...

jams. þetta er glæponaframleiðsla. ekkert annað.

21:03  

Skrifa ummæli

<< Home