4.3.07

enn um ofsaakstur og vegi

enn ein færslan um bílismann sem ég tek vissulega fullan þátt í:

eftir að hafa síðustu 3 vikur unnið í Hafnarfirði og búið í Vesturbæ Reykjavíkur hefur enn skýrst fyrir mér atriði sem ég hef svosem vitað af lengi. það er þetta með skilaboðin sem felast í umfjöllun um ökuhraða annars vegar og viðbrögðin við „ofsaakstri“ hins vegar.

einn morguninn á dögunum var ég að hlusta á morgunfréttir í útvarpi á leið í vinnuna og þar var smáfrétt um ökumann sem hafði verið stöðvaður við ofsaakstur í Reykjavík á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var annað hvort 50 eða 60. þetta segir manni svo sem ekki neitt um afbrotið það sem aðstæður geta hæglega verið þannig að þetta sé stórhættulegt. er þó alls ekki gefið.
en meðan ég var að hlusta á þessa frétt var ég einminn í bílalestinni á leið þarna suðureftir og hraðinn var í kringum 115 km/klst. sem er bara umferðarhraðinn á leiðinni og enginn skiptir sér af því. hef reyndar ekki kynnt mér hámarkshraðann á leiðinni en hann er sennielga 60 og kannski einhvers staðar 80. hef ekki hugmynd um það.

en málið er að maður fer þessa leið tvisvar á dag, í rauninni innanbæjar, í þéttri umferð án athugasemda eða eftirlits, á hraða sem myndi þýða stórsektir í umdæmi Blönduósslöggunnar. á þjóðvegi þar sem er engin umferð miðað við Hafnarfjarðarveginn og úsýni oftast margir kílómetrar.

þarna er löggæslan semsagt að gefa ökumönnum svo misvísandi skilaboð að það er fáránlegt. og á sama tíma eru fjölmiðlar að velta sér uppúr glæframennsku sem er kannski ekkert öðru vísi en víða er stunduð dagsdaglega og látin óáreitt.

ekki halda að ég sé ekki sáttur við að geta keyrt þessa leið á nó tæm á fimmta gír – mér finnst það fínt. en að vita af því að væri maður á svipuðu róli úti á þjóðvegi yrði maður stoppaður og sektaður um tugi þúsunda fyrir glæframennsku á svipuðum ökuhraða við miklu betri skilyrði, það er fáránlegt.

---

þessum hlutum á að halda í þokkalegu lagi. en meðan skilaboðin sem ökumenn fá eru svona misvísandi er erfitt að taka mark á nokkrum hlut.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er margt til í þessu. Menn keyra hér í borginni á fáránlegum hraða og komast upp með það. Hvað hefur maður ekki oft hugsað þegar einhver brjálæðingur brunar fram úr manni þegar maður keyrir á rúmlega hámarkshraða af hverju í andskotanum þettta gerpi er ekki tekið og rasskellt.

Heyrði reyndar pælingu um daginn að hér væri slysa og dánartíðni ekki minni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við en þó væri hámarkshraðinn lægri hér á landi.

Kannski við ættum að afnema hámarkshraða og sjá hvað gerðist, mhmm pæling.

18:03  
Anonymous Nafnlaus said...

sko. mér finnst hraðinn hér ekkert fáránlegur.

það sem er fáránlegt er að hér má sveigja reglurnar í keng og komast upp með það. það má ekki í Öxnadal eða Hrútafirði. semsagt misvísandi skilaboð.

eitt skal yfir alla ganga.

09:52  

Skrifa ummæli

<< Home