1.3.07

skemmtilega hlutverkið

í gær tók skemmtilega hlutverkið sem felst í að búa í miðborg Reykjavíkur gildi. gestgjafahlutverkið.

fékk góðan næturgest að norðan. Helgi vinur minn Þórsson mætti um kvöldmatarleytið á leið til Rotterdam með myndlistarsýningu og var setið og kjaftað í allt gærkvöld. farið vítt yfir sviðið með áherslum á myndlist, tónlist og skógrækt; allt frá Eyjafirði til Anchorage með stuttum stoppum í Mongólíu og á miðhálendinu. fiktað í gítar og raulað inn á milli.

fín kvöldstund og gaman að rifja upp kynnin. Helgi er einn af mörgum góðum félögum sem tengslin hafa rofnað of mikið við undanfarin ár. áttum mikið saman að sælda í áratug þegar við unnum báðir hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. höfum langa reynslu af því að kjafta út í eitt.

vekjarinn var stilltur á hálffimm í morgun og ætlaði á fætur með gestinum og skutla honum á flugrútuna á BSÍ. en þegar ég vaknaði við klukkuna var Helgi þegar farinn úr húsi – hefur sofið létt og tekið taxa snemma. óska honum góðs gengis með myndlistina og á allt eins von á að hann heilli landa Rembrants frá Rín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home