24.2.07

óhreinu börnin hennar Evu

hef markvisst forðast að kjafta hér um dægurmál hverju sinni. t.d. ekki skrifað orð um Byrgið eða Breiðavík. en nú fæ ég ekki orða bundist. klámhundarnir og „þjóðarsáttin“ um að hafna þeim.

nú hefur semsagt samfélagið sameinast undir forystu borgarstjórnar Reykjavíkur og annarra merkra stofnana og samtaka um það merka framtak að úthýsa hópi fólks vegna þess á hvaða vettvangi það hefur kosið að starfa. semsé í klámiðnaðinum. og hælist um að hafa haft árangur sem erfiði.

ástæðan er sú að þessi iðnaður er Íslendingum og Íslandi ekki þóknanlegur. skinhelgin sem af þessu öll skín er himinhrópandi.

ekki svo að skilja að ég ætli að mæla þessum bransa bót; ekki vafi á því að innan hans grasserar alls konar viðbjóður. sem á við um allan bisness sem veltir alvöru peningum.

fáar iðngreinar standa traustari fótum í mannheimum en klámiðnaðurinn. vegna þess að hann nærist á grunnatriði í eðli skepnunnar. greddunni. allir þekkja klám. allir skoða klám. með einum eða öðrum hætti. hvað sem mönnum kann að finnast um bransann. eða eins og Davíð kall frá Fagraskógi orti fyrir lögnu: „Sumir gera allt í felum.“ orti þar í orðastað stelpunnar sem öfundaði húsfreyjuna á Melum.

kjarninn í þessu máli öllu er hins vegar ótengdur kláminu sjálfu heldur því að hér sé hægt að sameinast um að úthýsa tilteknum hópum, starfsstéttum eða öðrum sem eiga eitthvað sameiginlegt, á þeim forsendum að þeir séu okkur ekki þóknanlegir af einhverjum ástæðum. ættum við til dæmis að hafna því að ljótt fólk komi til íslands? allir vita að hvergi á byggðu bóli býr fallegra fólk en á Íslandi – eigum við ekki að setja á lágmarkskröfur um útlit þeirra sem gista landið? hátt enni, beint nef...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home