13.2.07

meira um Kjalveg

þetta er nýjasta áhugamálið. Kjalvegur hinn nýi.

skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins er rúmur meirihluti þjóðarinnar mótfallinn uppbyggðum vegi yfir Kjöl. samt þó nokkur meirihluti þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins hlynntur hugmyndinni.

hin nýtilkomna „umhverfisvitund“ Íslendinga er á undraskömmum tíma að kljúfa þjóðina til mikilla muna meir en áður hafði tekist í þéttbýli (suðvesturhornsins) og dreifbýli. umhverfisvitund sem Draumalandið og Ómar lands og þjóðar eiga drjúgan þátt í.

ekki misskilja mig svo að ég sé fyrirfram á móti umhverfis- eða náttúruvernd. hef beinlínis verið og verð áfram talsmaður slíkra sjónarmiða eins og nánast allt það fólk sem byggir jarðarkúluna og á til hnífs og skeiðar. það er hins vegar þegar umræðum er stýrt á villigötur með tilfinningarökum sem eiga sér litla stoð sem ég neita að fylgja múgnum. Bryndís Schram orðaði aðspurð hvort hún væri umhverfisverndarsinni svar sitt eitthvað í þá átt að það væru að sjálfsögðu allir.

sú umhverfisvernd sem byggir á því að friða umhverfi annarra til að eiga aðgang að því sjálfur á sunnudagsrúntinum í júlí er tilgerðarleg og beinlínis skammarleg. ofneysla, sóun náttúruauðlinda og brjálæðisleg bílaeign þéttbýlisbúa (eins og reyndar flestra Íslendinga) er staðreynd og eykst stöðugt. samhliða brjálæðislegum framkvæmdum, ekki síst við umferðarmannvirki til að bera bílaflotann. á sama tíma vilja hinir sömu hindra vegabætur sem óhemjuhagsmunir heilla byggðarlaga byggjast á. byggðarlaga í dreifbýli nota bene.

vissulega myndi Kjölur breytast við að þar lægi almennilegur vegur. en gleymum því ekki að þar hefur legið vegur frá því að land byggðist. líkt og Hellisheiði breyttist við Suðurlandsveg og breytist enn þegar hann verður tvöfaldaður. sem er, líkt og heilsársvegur um Kjöl, mikið samgöngubót og heillaskref.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nei Eðalsteinn, nú er ég ekki sammála þér. Það þarf ekki að nauðga landinu þótt bílar séu margir og fólk vilji truntast um allt.

Hvernig lýst þér á þegar öll olíufélögin verða komnar með bensínstöðvar upp um allt hálendið, sjoppur og allt ógeðið sem fylgir þeim. Nei ég vill ekki nýjan veg yfir kjöl með öllu því sem fylgir því fólki sem ekki ber neinar taugar til náttúrunnar. Rusl út um allt oj bara.

Kveðja frá ella sem verður reiður við tilhugsunina og trúir ekki að þetta verði að veruleika.

20:50  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er nákvæmlega viðhorfið sem ég er að gagnrýna. að ekki megi hleypa á hálendið „fólki sem ekki ber neinar taugar til náttúrunnar.“ hrokafull og fordómapökkuð afstaða jeppakalls úr þéttbýli.

það er ekki eins og verið sé að tala um allt hálendi Íslands, við erum að tala um eina leið þar sem vegur liggur fyrir og hefur gert frá ómunatíð.

og við erum að tala um afturkræfa framkvæmd sem má alls ekki blanda saman við stóraðgerðir eins og uppistöðulón fyrir jökulvatn.

er örugglega ekki hættur að fjalla um þetta málefni.

08:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr,
ég sé þennan veg í hyllingum og í raun búin að bíða eftir honum í mörg ár þrátt fyrir að ég fari þarna yfir á hverju sumri, stundum oft, á mínum Subaru. Nú þegar komast allir, hvort sem er á jeppum eða fólksbílum þarna yfir, eina sem þessi vegur myndi breyta eru þægindi og jú enn meiri stytting.

11:22  
Anonymous Nafnlaus said...

sko – það má brölta þarna yfir við illan leik á fólksbílum yfir hásumarið. reyndi það í sumar og mátti teljast góður að ná yfir með aðstoð góðra manna eftir að vera búinn að skemma tvær felgur og eyðileggja eitt dekk. sparaði mér samt þessa 150 km.

vil fá þarna greiðfæran heilsársveg sem munar um. fljótt.

13:03  

Skrifa ummæli

<< Home