26.1.07

kom að því!

í gær voru stofuð Landssamtök landeigenda til höfuðs þjóðlendulögunum sem ég hef minnst á hér nokkrum sinnum. nú er loksins eitthvað að gerast í þessu og afbragð ef þetta verður að kosningamáli í vor eins og líklegt er.

og athyglisverð sú staðreynd að þessi fráleitu lög hafa verið í gildi í 9 ár án þess að hafa komið til umræðu á Alþingi í eitt einasta skipti. aldrei. enginn þingmaður hefur nokkru sinni séð ástæðu til þess að taka þetta til umræðu. enda lögin á sínum tíma samþykkt samhljóða án umræðna.

það er líka merkilegt að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðisflokks skuli standa fyrir svo stórfelldri eignaupptöku og þjónýtingu. beinlínis fráleitt. og svo ætlar Guðni að ganga fram fyrir skjöldu núna, kortéri fyrir kosningar og snúa við blaðinu. hver tekur mark á slíku?

umfjöllun um stofnfund samtakanna hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1249476

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

muchos gracias señor.

Voy a cantar todas las noches y nadie puede dormir en la residencia.
Hah!

12:38  
Anonymous Nafnlaus said...

¡de nada amiga!

hmmmm. söngstu þig semsagt í svefn í allt gærkvöld á heimavistinni?

13:35  

Skrifa ummæli

<< Home