myndlist
mikill myndlistardagur á Akureyri í gær. við Atli Sigfús náðum 5 sýningum seinni partinn, þar af 4 opnunum.
Jón Óskar er með makalausa sýningu í Listasafninu og Joris Rademaker með frábæra sýningu hjá Jónasi Viðari. fleira var skemmtilegt.
mest gaman var samt að hafa Atla með. hann sló algerlega í gegn og heillaði kalla og þó einkum konur gersamlega upp úr skónum og fékk sannarlega að njóta sín. stoppuðum stund á Karólínu á heimleiðinni þar sem hann fékk að valsa um allt með Albertu þjóni og þau urðu mestu mátar. svo var ég spurður þrisvar hvort ég væri afi hans – fannst það ekkert leiðinlegt heldur.
svo komum við heim og hann skreið til mín upp í sófa og tók utan um mig og sagði: „þú ert besti vinur minn.“
á semsagt ekkert erfitt með að bræða harðsnúnasta lið sá stutti.
Jón Óskar er með makalausa sýningu í Listasafninu og Joris Rademaker með frábæra sýningu hjá Jónasi Viðari. fleira var skemmtilegt.
mest gaman var samt að hafa Atla með. hann sló algerlega í gegn og heillaði kalla og þó einkum konur gersamlega upp úr skónum og fékk sannarlega að njóta sín. stoppuðum stund á Karólínu á heimleiðinni þar sem hann fékk að valsa um allt með Albertu þjóni og þau urðu mestu mátar. svo var ég spurður þrisvar hvort ég væri afi hans – fannst það ekkert leiðinlegt heldur.
svo komum við heim og hann skreið til mín upp í sófa og tók utan um mig og sagði: „þú ert besti vinur minn.“
á semsagt ekkert erfitt með að bræða harðsnúnasta lið sá stutti.
3 Comments:
Ohhh.....
Ég fae alltaf svona "ae hvad tú átt krúttlegan son" look tegar ég er ein med hann og hann er ad vera krútt.
Þið feðgar voruð að sönnu flottastir á laugardaginn.
Við hjónakornin af fjórðu hæðinni tókum álíka menningarrúnt þann daginn. Ég er enn að melta sýningu Jóns Óskars sveiflast á milli þess að finnast hún flott og yfirgengileg eða bara yfirgengileg, en alla vega er hún óvenjuleg, jafnvel Óli G hengir ekki svona mikið á veggina.
En bókavarðan hjá bretanum heillaði mig, en þetta er samt álíka verk og bókakassastæðan þín.
Joris var magnaður bæði í Gallerí + og hjá Jónasi. Forstöðumaður Listasafnsins, sem hefur haft hann í þrælavinnu í áraraðir, finnst Joris þó ekki nógu góður til að fá að hengja upp í musterinu mikla. Það þyrfti að pæla í því.
já, bókavarðan er flott. fyrir svona 5-7 árum var ég að pæla þessa sömu vörðu á þessum sama stað ef ég kæmist einhvern tíma inn á safnið. minnir á skrif Andra Snæs í Draumalandinu um hugmyndirnar sem liggja í loftinu. svosem ekki flókin pæling en verkið er fallegt.
þessi klikkaða sýning Jóns Óskars heillaði mig upp úr skónum, og er vissulega yfirgengileg. ekkert less is more kjaftæði í gangi þarna!
klikkaði á að fara í Gallerí +, þarf að gera það.
Skrifa ummæli
<< Home