sagnfræði
datt einhverra hluta í það í gær að lesa mér aðeins til um valdatíma Pols Pot í Kambódíu á áttunda áratugnum. vissi mjög lítið um þetta fyrir enda meira krakki en kall meðan á þessu stóð. nöfn man maður úr fréttum.
eitt af því sem ég vissi ekki var hlutur Bandaríkjamanna í uppgangi Pols Pot og Rauðu khmeranna, en hann er umtalsverður og tengist hernaði USA í Vietnam.
þegar Pol Pot náði völdum í Kambódíu 1975 varð hans fyrsta verk að afnema markaði, skóla, dagblöð, trúariðkun og eignarrétt. bara lokað og bannað. hann rak útlendinga úr landi og lokaði sendiráðum.
um leið tók hann t.d. opinbera starfsmenn, lögreglumenn, yfirmenn í her fyrri stjórnar, hvers konar trúarleiðtoga og starfsmenn, fólk úr millistétt landsins, kennara og allt menntafólk og tók af lífi. bara si svona.
hann taldi sig vera að stofna fyrimyndarríki kommúnismans. hann tæmdi borgir og bæi landsins og rak alla út í sveit og þjóðin skyldi öll vinna við landbúnað.
Pol Pot ríkti í 3 ár. á þeim tíma lést eða var tekinn af lífi fjórðungur til þriðjungur þjóðarinnar (allt að 3 milljónir manna). hungsneyð ríkti þrátt fyrir að þjóðin öll ynni við landbúnað.
svona hluti eigum við að muna, jafnvel þótt þeir hafi átt sér stað langt austur í Asíu. og það eru bara nokkrir dagar síðan.
hér eru afar vel dregnar saman upplýsingar um málið: http://www.moreorless.au.com/killers/pot.html
eitt af því sem ég vissi ekki var hlutur Bandaríkjamanna í uppgangi Pols Pot og Rauðu khmeranna, en hann er umtalsverður og tengist hernaði USA í Vietnam.
þegar Pol Pot náði völdum í Kambódíu 1975 varð hans fyrsta verk að afnema markaði, skóla, dagblöð, trúariðkun og eignarrétt. bara lokað og bannað. hann rak útlendinga úr landi og lokaði sendiráðum.
um leið tók hann t.d. opinbera starfsmenn, lögreglumenn, yfirmenn í her fyrri stjórnar, hvers konar trúarleiðtoga og starfsmenn, fólk úr millistétt landsins, kennara og allt menntafólk og tók af lífi. bara si svona.
hann taldi sig vera að stofna fyrimyndarríki kommúnismans. hann tæmdi borgir og bæi landsins og rak alla út í sveit og þjóðin skyldi öll vinna við landbúnað.
Pol Pot ríkti í 3 ár. á þeim tíma lést eða var tekinn af lífi fjórðungur til þriðjungur þjóðarinnar (allt að 3 milljónir manna). hungsneyð ríkti þrátt fyrir að þjóðin öll ynni við landbúnað.
svona hluti eigum við að muna, jafnvel þótt þeir hafi átt sér stað langt austur í Asíu. og það eru bara nokkrir dagar síðan.
hér eru afar vel dregnar saman upplýsingar um málið: http://www.moreorless.au.com/killers/pot.html
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home