8.1.07

sjaldséðir hvítir


heyrði á dögunum af Breta sem fannst stórmerkilegt að hitta Íslending eftir að hann áttaði sig á því að þjóðin telur aðeins 300.000 sálir. í sjálfu sér vel að verki verið að ramba á eintak úr svo fámennum hópi.
benti á að þegar stofn dýrategundar er kominn niður í 300 þúsund einstaklinga er hún skilgreind í útrýmingarhættu!

er þetta kannski eitthvað sem við ættum að nota í markaðssetningu á þjóðinni – að hún sé í útrýmingarhættu? jafnvel hægt að snapa fé úr erlendum sjóðum til verndar þessum stofni.

eina hættan er sú að alþjóðasamfélagið bregðist við eins og Ögmundur um daginn þegar hann var að velta því fyrir sér að viðskiptabankarnir færu úr landi: „Farið hefur fé betra“. rétt að taka fram að ég er ekki sammála téðum Ögmundi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home