3.1.07

og gleðilega rest

jams. komið 007 og mikið fjandi var gaman að sprengja það gamla í loft upp.
fyrir mér hófst síðasta ár þann 17. júní og var því í styttra lagi en þeim mun þéttara og ánægjulegra.

pennalatur upp á síðkastið eins og sést. hef legið, eins og Íslendingar flestir vona ég, í glórulausu nautnalífi. það er satt að segja enginn helgiblær yfir mínu jólahaldi – bara neysla og letilíf – hversdagslífið lagt til hliðar smá tíma. svona eins og vetrarfrí á Kanaríeyjum, bara styttra flug.

síðustu vikuna hef ég svo einangrað mig að mestu frá umheiminum og búið á eyðieyju heima í Spítalavegi. sem fylltist reyndar af fólki um áramótin – en eyðieyja samt. ekki fylgst með neinu, síst af öllu fréttum. sá skaupið samt (og þótti gott).

en nú er mál að opna augun, reyra saman fleka og sigla til mannheima. vinnan komin á fullan snúning og í mörg horn að líta ef mínar áætlanir um búferlaflutninga eftir nokkrar vikur eiga að standast. og fullt af veislum, partíum og þorrablótum framundan!

en hvað um það: GLEÐILEGT ÁR og takk fyrir samfylgdina á þessu bloggkríli það sem af er.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heill og sæll, gott að vita að þú ert á lífi eftir saurlifnaðinn og velkominn til mannheima. Þeir eru fyrir sunnan er það ekki.

15:31  
Anonymous Nafnlaus said...

heheheh... enginn saurlifnaður, bara munaður!

16:55  

Skrifa ummæli

<< Home