12.12.06

ánægjuleg sending


af því að ég hef verið að agnúast út í ríkisstofnanir og einokunarbatterí sem sprottið hafa úr þeim jarðvegi verð ég segja frá bréfi sem ég fékk í pósti á dögunum. frá Frumherja hf.

utan á umslaginu var spurt hvort ég væri að gleyma einhverju svo ég opnaði. hendi stundum gluggapósti án þess.

texti bréfsins er í meginatriðum svona:

„Vellíðan á nýskoðuðum bíl?
Þá hefur veturinn gengið í garð og bíllinn þinn [tilgr.] bíður skoðunar (er með 8 í endastaf númers).
Kíktu í kaffi og piparkökur til okkar á Akureyri og við skoðum bílinn fyrir þig á meðan.“

þetta bréf kom mér satt að segja verulega á óvart því akkúrat svona á að fara að þessu. ekki hóta og bölsótast heldur bjóða í kaffi og piparkökur. maður fær á tilfinninguna að auglýsingastofa eða markaðsdeild Frumherja beri beinlínis virðingu fyrir viðskiptavinunum. slíkt er fáheyrt í þessum opinbera og hálfopinbera bransa.

en rétt að geta þess sem vel er gert. læt jafnvel skoða bíldrusluna við tækifæri... ef ég nenni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home