blóm og plöntur
svo það sé á hreinu veit ég sáralítið um plöntur og hef ekkert stúderað þær sérstaklega. finnst bara jurtir flottar.
sama á við um orð. rannsaka þau ekki en hef af þeim ánægju og fylgist með þeim virka.
einhverra hluta vegna hefur það gerst í íslensku talmáli að hugtökunum (orðunum) blóm og planta hefur slegið saman með þeim hætti að ekki er gerður greinarmunur á.
þeas stofublóm hvers konar t.d. eru blóm þótt þau blómstri jafnvel aldrei. túnfífill er blóm, líka áður en hann springur út og eftir að hann er orðinn biðukolla. en engum dettur í hug að tala um hávaxin tré sem blóm.
lífveran sjálf er planta eða jurt. „gúmmítré“ er ekki blóm, það er planta. túnfífill er líka planta. með rót, blöð og stilk sem á vex blóm í örfáa daga í júní. tré eru plöntur líka. bera undantekningarlaust blóm eftir að kynþroska er náð (getur tekið áratugi) en til allrar lukku dettur engum í hug að tala um 12 metra hátt reynitré sem blóm. samt varla til fallegar blómstrandi jurtir nema ef vera skyldi kirsuber eða epli. smekksatriði.
---
þessu fræðsuerindi lýkur með þessari stuttu og allsendis óvísindalegu greiningu hugtaka:
planta (jurt): lífvera með rót, stilk og laufblöð (oftast) í allri sinni dýrð árið um kring. hinn raunverulegi lifandi einstaklingur.
blóm: æxlunarfæri plöntu. oft áberandi og skrautleg enda plöntum eins og öllu öðru sem lifir mikilvægast að viðhalda stofninum. standa yfirleytt stutt og byggja á lifsferli flugna mest. fengitími. allt líf plöntunnar snýst um að frjóvga blómið og því leggur náttúran allt sem hún á í að gera það sem best úr garði, meira að segja lögð alúð við ilminn.
það er í sjálfu sér ekkert að því að tala um jurtir sem blóm og geri það sundum, meðvitað eða ómeðvitað. er meira að velta fyrir mér hvernig tungumálið virkar og þróast.
sama á við um orð. rannsaka þau ekki en hef af þeim ánægju og fylgist með þeim virka.
einhverra hluta vegna hefur það gerst í íslensku talmáli að hugtökunum (orðunum) blóm og planta hefur slegið saman með þeim hætti að ekki er gerður greinarmunur á.
þeas stofublóm hvers konar t.d. eru blóm þótt þau blómstri jafnvel aldrei. túnfífill er blóm, líka áður en hann springur út og eftir að hann er orðinn biðukolla. en engum dettur í hug að tala um hávaxin tré sem blóm.
lífveran sjálf er planta eða jurt. „gúmmítré“ er ekki blóm, það er planta. túnfífill er líka planta. með rót, blöð og stilk sem á vex blóm í örfáa daga í júní. tré eru plöntur líka. bera undantekningarlaust blóm eftir að kynþroska er náð (getur tekið áratugi) en til allrar lukku dettur engum í hug að tala um 12 metra hátt reynitré sem blóm. samt varla til fallegar blómstrandi jurtir nema ef vera skyldi kirsuber eða epli. smekksatriði.
---
þessu fræðsuerindi lýkur með þessari stuttu og allsendis óvísindalegu greiningu hugtaka:
planta (jurt): lífvera með rót, stilk og laufblöð (oftast) í allri sinni dýrð árið um kring. hinn raunverulegi lifandi einstaklingur.
blóm: æxlunarfæri plöntu. oft áberandi og skrautleg enda plöntum eins og öllu öðru sem lifir mikilvægast að viðhalda stofninum. standa yfirleytt stutt og byggja á lifsferli flugna mest. fengitími. allt líf plöntunnar snýst um að frjóvga blómið og því leggur náttúran allt sem hún á í að gera það sem best úr garði, meira að segja lögð alúð við ilminn.
það er í sjálfu sér ekkert að því að tala um jurtir sem blóm og geri það sundum, meðvitað eða ómeðvitað. er meira að velta fyrir mér hvernig tungumálið virkar og þróast.
1 Comments:
Á Íslandi er óvirkt lýðræði þ.e.a.s þegnarnir eru óvirkir í svokölluðu lýðræðisríki. Ef hér væri virkt lýðræði væri ýmislegt sem færi á betri veg en það gerir í dag.
Enginn leiðtoganna þarf að axla ábyrgð á gjörðum sínum og við fylgjum þeim í blindni og gleymum á skömmum tíma öllu sem miður fer.
Þetta er svona samantektarpistill um það sem ég hef lesið í blogginu þínu upp á síðkastið.
Þegar talað er um að ríkið geri eitthvað, þá er það nú svo að við erum ríkið og ef við viljum hafa hlutina öðruvísi en þeir eru þurfum við að rísa upp og láta heyra í okkur. En það gerum við ekki og því er margt slæmt sem gengur yfir okkur.
En blóm eru falleg og plöntur líka.
Skrifa ummæli
<< Home