5.12.06

frá hinu opinbera

komst að skondnum hlut áðan og snýr að einni ríkisstofnuninni, nefnilega ríkinu sjálfu - ÁTVR.

í minni gömlu heimasveit, Árskógsströnd, er nú starfrækt bruggverksmiðja eins og alþjóð veit og framleiðir mjöðinn Kalda.

það skondna er að bjór frá þeim sem er seldur t.d. í ríkinu á Akureyri og Dalvík þarf fyrst að flytja til Reykjavíkur í birgðastöð ÁTVR og þaðan norður aftur. má semsagt ekki afgreiða áfengi í vínbúðirnar nema úr þessari birgðastöð.

flutingurinn fram og til baka er að sjálfsögðu á kostnað framleiðandans. um þjóðveg númer eitt.

hjá þessu brugghúsi er þetta náttúrulega smotterí miðað við Vífilfell á Akureyri sem framleiðir t.d. Víking bjórinn o.fl. gott.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ekki að grínast?

Það verður ekki á stjórnvöld logið - þeir kunna að taka á því sem skiptir máli. Svo kvarta þeir yfir miklum flutningum á vegunum!!!

21:29  
Anonymous Nafnlaus said...

aha. þetta er snilldarfyrirkomulag! svo lipurt og praktískt eitthvað.

23:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er fáránlegt. Ertu búinn að smakka Kalda?

09:18  
Anonymous Nafnlaus said...

jamm. hrein snilld!

11:04  

Skrifa ummæli

<< Home