2.12.06

getraun númer fjögur


síðasta þrautin í þessari lotu er þessi íðilfagra jurt sem var mynduð í Aðalvík.
sjaldséð og helst þar sem snjóþungi er mikill eins og jarðarberin. blómið stórt og ilmsterkt. af víðfrægri ætt blómplantna.

þótt ég geri ekki mikið upp á milli jurta er þessi í miklu uppáhaldi og alltaf gaman að rekast á hana. tími aldrei að slíta hana upp.

er svo að hugsa um að setja upp getraun næst um íslenska landafræði!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mynnir óneytanlega á Orkideu, eða Brönugras. En það eru víst til margar undirtegundir og á þeim kann ég ekki skil.

12:41  
Anonymous Nafnlaus said...

flottur! þetta er ein orkídean og plantan heitir brönugras – réttara verður svarið ekki.

hinar sem vaxa villtar á Íslandi eru hjónagras og Friggjargras sem báðar bera gulgræn blóm og því ekki eins skrautlegar. allt mjög greddutengt eins og orkídeur yfirleytt.

13:49  

Skrifa ummæli

<< Home