eitthvað verður blessað fólkið að gera
hef áður minnst á forsjárhyggjuáráttuna og ofvöxt í opinberu eftirliti.
í spjalli á dögunum kom Umferðarstofa til tals, sem er beinlínis að verða ríki í ríkinu. þar starfa 70 manns. segi og skrifa SJÖTÍU MANNS! sjá: umferdarstofa.is
fletti líka að gamni upp annarri stofnun sem barst í tal í sama spjalli og er mjög ung; Lýðheilsustöð. þar starfa 20 manns við að hafa vit fyrir okkur. sjá: lydheilsustod.is
það má vel vera að á þessum stöðum sé unnið frábært starf, hef ekki hugmynd um það. en það er eitthvað í eðli svona stofnana sem mér hugnast ekki – þessi eilífa og vaxandi tilhneiging til að hafa vit fyrir borgurunum á sífellt fleiri sviðum.
og meðan þessir púkar blása út í skjóli ríkisvaldsins hanga fjölmargir á horriminni sem vinna að þjóðþrifamálum. ætla ekki að nefna dæmi hér en listinn gæti orðið talsverður.
í spjalli á dögunum kom Umferðarstofa til tals, sem er beinlínis að verða ríki í ríkinu. þar starfa 70 manns. segi og skrifa SJÖTÍU MANNS! sjá: umferdarstofa.is
fletti líka að gamni upp annarri stofnun sem barst í tal í sama spjalli og er mjög ung; Lýðheilsustöð. þar starfa 20 manns við að hafa vit fyrir okkur. sjá: lydheilsustod.is
það má vel vera að á þessum stöðum sé unnið frábært starf, hef ekki hugmynd um það. en það er eitthvað í eðli svona stofnana sem mér hugnast ekki – þessi eilífa og vaxandi tilhneiging til að hafa vit fyrir borgurunum á sífellt fleiri sviðum.
og meðan þessir púkar blása út í skjóli ríkisvaldsins hanga fjölmargir á horriminni sem vinna að þjóðþrifamálum. ætla ekki að nefna dæmi hér en listinn gæti orðið talsverður.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home