1.12.06

getraun númer tvö


jahá! undirtektir semsagt dræmar enda byrjað með fullerfiðu spesímeni: jarðarber voru það í gær. sem merkilegt nokk vaxa villt víða um norðanvert Ísland í snjódældum. bera einhver ljúffengustu aldin sem maður smjattar á.

en af því að félagi Sigurður Heiðar tók þátt læt ég vaða töku númer tvö og mun auðveldari viðfangs.
eins og jarðarberin er þessi ein af mínum uppáhalds. þessi af því hvað hún er falleg, jarðarberin vegna þess að þau þrífast aðeins í svæsnustu snjódældum og berin eru æðisleg.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hrafnaklukka???

20:21  
Anonymous Nafnlaus said...

sorrí.

23:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Getur þetta verið sem á sænsku heitir Blaklint( held ég ) eða Bláklukka?

23:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Blár bikar og langur reðurlíkur fræfill, grænn stilkur? Gæti verið bláklukka, eða blåklint, eins og einhver sagði. Er þó sennilega rangt.
Þú ert svo mikill refur!

04:36  
Anonymous Nafnlaus said...

hárrétt!
bláklukka er það, einkennisjurt Austurlands og vex ekki villt annars staðar á landinu. blómstrar seint, oft í byrjun ágúst. dýrðarplanta.

engin refska í gangi að þessu sinni!

07:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað fær Þóra Jóna í verðlaun?

14:12  
Anonymous Nafnlaus said...

nú, nema blómvönd! sem verður að bíða sumars... ekkert gróðurhúsadót frá útlöndum neitt.

15:19  

Skrifa ummæli

<< Home