7.12.06

vonbrigði

hafði semsagt gert mér vonir um almennilega blaðaumfjöllun í dag og úttekt á málinu eftir fund RSE um þjóðlendumálið í gær. en sorrí, ekki stafur í blöðunum í dag nema smágrein í Frbl. um tillögu eins fyrirlesarans.

þetta stórundarlega mál allt saman er sumsé ekki frétt eða efni í rannsóknarblaðamennsku nema þegar sverfur til stáls á stöku stað. það eru vonbrigði.

því sannarlega er þarna málefni sem þarf að vekja til umhugsunar um og athygli á. og stórundarlegt að hin eilífa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framskóknar skuli standa að baki aðgerðum sem þessum. aðerðum sem eru ekkert annað en þjóðnýting í anda gamla Sovét. Yfirgangur ríkisvaldsins gegn borgurunum.

eins og er treysti ég helst á Guðnýju Sverrisdóttur, oddvita Grýtubakkahrepps, að gera eitthvað róttækt í málinu. hún er komin á fulla ferð enda ætlar Óbyggðanefnd í nafni ríkisins að þjóðnýta afréttarlönd sem Grýtubakkahreppur keypti fyrir nokkru, greiddi fullu verði og er með afsal fyrir. væri gaman að fá að vita hverjum sú þjóðnýting væri til hagsbóta.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er ég sammála þér. Það er ótrúlegt hvað blaðamenn eru takmarkaðir. Ef málefnin eru ekki matreidd algjörlega ofan í þá með upphrópunum og öllu saman þá gerist ekkert. Þeir hafa ekki að því er virðist vit eða vilja til að setja sig aðeins inn í málin sjálfir og gerast þar með upplýsandi fyrir land og þjóð. Það er mjög miður hvað varðar þetta málefni sérstaklega. Það er undarlegt að heill lagabálkur fór í gegnum þingið án umræðu þar sem ríkið þjóðnýtti landið og miðin eins og þau leggja sig. Og enn heldur þöggunin áfram - málið er of flókið að því er virðist fyrir blaðamenn.

08:58  

Skrifa ummæli

<< Home