sólstöður
í dag eru vetrarsólstöður og stysti dagur ársins. hin upphaflega ástæða jólahaldsins og sólrisuhátíðanna allra.
og hækkandi sól er sannarlega ástæða til að fagna – vittu til: strax á morgun fer daginn að lengja.
morgundagurinn verður lengri en dagurinn í dag. að vísu bara jafnlangur og gærdagurinn og vikur þangað til maður sér muninn, samt ekki svo margar. þangað til drepur maður tímann með hátíðahöldum.
man ekki betur en hippaliðið í Global Orgasm í Kaliforníu hafi ætlast til þess að mannkynið fengi fullnægingu í dag. eða var það í gær? hvurn skollann gerir maður í þessu?
til hamingju með daginn!
og hækkandi sól er sannarlega ástæða til að fagna – vittu til: strax á morgun fer daginn að lengja.
morgundagurinn verður lengri en dagurinn í dag. að vísu bara jafnlangur og gærdagurinn og vikur þangað til maður sér muninn, samt ekki svo margar. þangað til drepur maður tímann með hátíðahöldum.
man ekki betur en hippaliðið í Global Orgasm í Kaliforníu hafi ætlast til þess að mannkynið fengi fullnægingu í dag. eða var það í gær? hvurn skollann gerir maður í þessu?
til hamingju með daginn!
2 Comments:
já mainstone þetta er aðaldagurinn þennan veturinn og því ber að fagna til dæmis með hljómsveitaræfingu, nú styttist í tuttugustaogníundann, og svo má skála og leggast síðan með kellu sinni
frábært plan!
Skrifa ummæli
<< Home