19.12.06

sprengiefni

eftir nokkra daga brestur á sprengiefnaæðið fyrir áramótin. tek dálítinn þátt í því.

bæði er það að mér finnst gaman að skjóta upp flugeldum og svo hitt að ég beinlínis vil styrkja björgunarsveitir landsins. þessir flokkar fólks um allt land sem leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu við þjálfun og hvers konar björgunarleiðangra eiga ekkert nema gott skilið. fjármagna sig að mestu leyti með flugeldasölu og eiga í mínum huga að sitja einar að þeim markaði.

glaður greiði ég þeim óbeðinn dálítinn skatt fyrir hver áramót (það er eini skatturinn sem ég greiði með glöðu geði) og fæ í staðinn öryggistilfinningu í óbyggðum og ánægustundir með krökkunum við að kveikja í flugeldadótinu á gamlárskvöld.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er gleðilegt að sjá þetta blogg farið af stað aftur búin að sakna þess ómælt!
Viðhorfið sem líst er hér er rétta viðhorfið þó ég verði að viðurkenna að ég er ekki ein þeirra sem greiða þennan skatt, læt öðrum það eftir en vona samt að ég eigi þá að ef á þarf að halda. Fullkomin sjálfselska - sé það þegar mér er bent á það. Treysti að þú sjáir um þetta fyrir mig í þetta skiptið!

17:09  
Anonymous Nafnlaus said...

svo sjálfsagt! bara gaman

17:57  

Skrifa ummæli

<< Home