ergelsi
hef gert ítrekaðar tilraunir til bloggfærslna undanfarið en ekki tekist að koma texta inn á netheima. fer hroðalega í geðið á manni þegar þannig gerist, hvað þá marga daga í beit. hefur líklega haft eitthvað með innihald textans að gera; alla vega hefur félagi Kristján Pétur slíkar kenningar um bloggheima. en treysti því að nú sé þetta allt að gerast.
síðustu daga hef ég verið að slæpast í bókabúðum og bókarekkum í stórbúðum Akureyrar. skemmst frá því að segja að úrval er hörmulegt. einkum hvað varðar þýddar fagurbókmenntir. hef reyndar fengið sterklega á tilfinninguna og verið studdur í því áliti, að þetta árið sé sáralítið að koma út af hágæðabókmenntum þýddum. hvurn fjandann á það að þýða?
síðustu daga hef ég verið að slæpast í bókabúðum og bókarekkum í stórbúðum Akureyrar. skemmst frá því að segja að úrval er hörmulegt. einkum hvað varðar þýddar fagurbókmenntir. hef reyndar fengið sterklega á tilfinninguna og verið studdur í því áliti, að þetta árið sé sáralítið að koma út af hágæðabókmenntum þýddum. hvurn fjandann á það að þýða?
2 Comments:
Kannski er bara ráðið að þú semjir eitt stk. hágæðabókmenntaverk. Þá er málið í höfn.
heheheh. jamm. og málið er dautt.
Skrifa ummæli
<< Home