22.12.06

seinvirkt almætti

fékk athyglisverða ábendingu á dögunum sem var eitthvað í þessa veru:

hitabylgja á Íslandi með hamfaraflóðum um vertrarsólstöður er skýrt dæmi um dramatískar breytingar á veðurfari sem orðið hafa af mannavöldum. hlýnun loftslags í kjölfar gróðurhúsaáhrifa semsagt.
hvers vegna grípur almættið ekki inn í og lagfærir hlutina jafnóðum og heldur þeim í jafnvægi?
jú, það er vegna þess að guð er svo vifaseinn að hann hefur ekki undan að redda heiminum. mannskepnan er því afkastameiri og hraðvirkari en drottinn allsherjar.

sjálfur tek ég ekki afstöðu til þessarar kenningar þar sem ég viðurkenni ekki tilvist þessa almættis... sem mig grunar reyndar að eigi einnig við um kenningarsmiðinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home