19.12.06

skammdegið

þoli myrkrið illa eins og ég held að eigi við um flesta norðurhjarabúa en gaman að taka þátt í því að vinna á skammdeginu.

hef svosem mörg undanfarin ár sest að á Gran Canaria í janúar en ætla að sleppa því núna – hef í öðru að snúast. sakna þess samt ekki svona fyrirfram að fara þangað.

jólahlaðborðin öll, dýrlegar svallhátíðir, taka orðið mestallan desember, svo skatan á Þollák – allt gjörsamlega laust við helgislepju. svo eftir jólin eru það áramótin með brennum og sprengiefnum, kampavíni og gleðskap – líka fullkomlega veraldleg og í raun hundheiðin sólrisuhátíð.
eftir þetta taka svo þorrablótin við og toppa þetta flest með frosnum brennsa og skemmdum mat.

er viss um að allt þetta svall sem snýst um að belgja kviðinn í góðra vina hópi sé meðvitað eða ómeðvitað til þess gert að drepa skammdegið. og tek sko virkan þátt í þessu öllu.

inn á milli eru svo jólin með öllu sínu, sæt í sjálfum sér og ljósahafið best. tek líka þátt í því með mínum hætti.

það eru semsé ekki bara jólin sem lífga upp á skammdegið, það er undirlagt af hátíðahöldum.

og ekki skemmir fyrir að vera ástfanginn upp fyrir haus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home