almenningssamgöngur i Eyjafirði
eins og fram hefur komið var í málefnasamningi bæjarstjórnarmeirihlutans á Akureyri eftir kosningarnar síðasta sumar að um áramótin 2006-2006 yrði ókeypis í strætó á Akureyri og einnig í Hríseyjarferjuna. af því að Akureyri yfirtók Hrísey fyrir nokkrum árum.
nú hefur þessi ákörðun orðið að veruleika og er hið besta mál, reyndar bæjaryfirvöldum til mikils sóma. líkt og bílastæðaklukkurnar árið 2005 sem svoleiðis þrælvirka og eru bráðsnjöll lausn. þarna ganga Akureyringar á undan með góðu fordæmi og ástæða til að vera stoltur af því.
hins vegar var ég, eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins, að átta mig á því á dögunum að til að fá frítt í Hríseyjarferjuna þarf maður sannanlega að eiga lögheimili í Hrísey. get í sjálfu sér skilið að sú aðferð sé farin en málið er að þetta er bara ekki það sem talað var um í sumar og munar ansi miklu. það var talað um frítt í ferjuna, ekki frítt í ferjuna fyrir nokkra. því íbúar eyjarinnar eru ekki nema um 150 sálir eftir því sem ég best veit.
sjálfan mig skiptir þetta engu, fer ekki þarna út nema á margra ára fresti, en hvað t.d. með þann fjölda fólks sem á lögheimili á Akureyri (sama sveitarfélag) og á sumarhús í Hrísey? mér finnst þetta klaufalegt í meira lagi þótt ekki sé hægt að velta sér upp úr því sem neinu stórmáli.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home