bókasafnið
jæja, þá er undirbúningur flutninga hafinn loksins. íbúðin óleigð ennþá reyndar.
bókasafn heimilisins er semsé komið í kassa eins og sjá má á myndinni. þetta er lagleg stæða og það sem meira er, hún inniheldur verulega góðar bókmenntir. hef ekki talið en giska á að í þessum 64 kössum (tugur eða svo til viðbótar er í kjallaranum, samtals á áttunda tuginn) séu minnst 2.000 bindi. að stærstum hluta skáldsögur.
þessu bókasafni kom ég mér að mestu leiti upp á þrítugsaldri. sótti alla bókamarkaði sem þá voru að byrja fyrir alvöru og lá í fornbókaverslunum. eyddi öllu sem ekki fór í brýnustu nauðþurftir í bækur.
er nánast hættur að kaupa bækur fyrir löngu. en einhvern veginn vilja þær nú safnast að manni samt og það fækkar ekki í safninu.
kosturinn við að hafa svona nokk á heimilinu (ekki í kössum reyndar) er að maður getur hvenær sem er gengið að hvers konar bókmenntum til lestrar eins og manni hentar hverju sinni. er svo heppinn að geta lesið sömu bókina margoft og notið hennar í hvert skipti eins og um frumlestur væri að ræða.
hafði reyndar á orði við Kristján vin minn í Uppheimum í gær að það væri búið að gefa út alveg nóg af bókum. spurning um að fara að láta þetta gott heita...
þessi kassastæða finnst mér falleg. á næstunni þarf ég að bera allan staflann niður í kjallara... sjálfboðaliðar kannski?
5 Comments:
Ætla að vinna að því öllum árum að eiga alla þessa bókatitla í bókahillum í stofunni hjá mér til 92ja ára aldurs - minnst!
Bara svo þú vitir það...
þetta er díll – og þá er það ákveðið.
og kannski er maður að vanætla eigið ágæti að miða bara við 92ja í fullu fjðri?
Já þetta er falleg stæða og er sennilega best komin sem verk á sýningu.
Ég vinn að því að reyna að koma þér í hús og vona að þú náir að leigja, er búinn að nefna það við hina og þessa.
Gangi þér vel með þetta allt saman.
ha
hahahah
Ekki aetla ég ed bera tetta....
Tú hefdir átt ad vera búinn ad pakka tessu fyrir jól....
vaeri longu búin ad hendast med tetta sudur fyrir tig.
Audveldlega..........
Hah!
takk fyrir viðbrögðin. gott að eiga ykkur að.
Skrifa ummæli
<< Home