25.1.07

tætingur

það er ekki bara leti sem veldur þessum gisnu bloggfærslum síðustu daga. bara svo þið vitið það.
er að glíma við ýmsa hluti á mörgum vígstöðvum og þessi þáttur víkur á meðan.

• pakka niður og sortéra eina búslóð. allsherjar tiltekt í leiðinni og stefnir í að enn verði að stækka sorphaugana á Glerárdal til að koma því fyrir sem fórnað er til urðunar.
• útsala á málverkum um helgina, reyndar tilbúin til opnunar.
• ítrekaðar tilraunir til að koma íbúðinni í útleigu. má alveg fara að ganga upp. vil flytja eftir viku.
• ganga frá ótal hlutum í vinnunni áður en ég yfirgef stöðina, bæði gagnvart vinnufélögum og viðskiptavinum.
• sinna aukavinnunni fyrir Populus tremula sem er að hefja útgáfustarfsemi á næstu dögum.
• sinna aukavinnunni fyrir hina útgáfuna, Uppheima, sem ég hef svikið um verk undanfarna daga.
• og helginni verður eytt með góðum gesti, auk þess að sitja yfir útsölunni. hugsanlega síðasta helgin í Spítalaveginum að sinni.

næsta vika verður illa klikkuð því þá koma til framkvæmda öll leiðinlegu smámálin sem tengjast búferlaflutningum.
en þvílíkur léttir sem það var þegar fyrirhafnarlaust datt upp í hendurnar á mér íbúð á besta stað í Reykjavík (fyrir einhleypan bóhem NB) sem bíður mín fullbúin. það var magnað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home