18.1.07

unginn á Spáni


þessari bráðfínu mynd stal ég blogginu hennar Kötlu minnar.

hún situr nú við spænskunám í smábænum Nerja í Andalúsíu, við strönd Miðjarhafs. svona meðan maður er krókloppinn í myrkrinu að skafa af bílrúðum og moka tröppurnar. hún liggur í sólbaði við heimalærdóminn meðan maður er hættur að nenna út að reykja fyrir snjó og frosti. sem er í sjálfu sér ekki alslæm afleiðing vetrarríkisins.

og segir mér að hún ætli að fara að læra köfun. sennilega ekkert að því að gera það í Miðjarðarhafinu þótt glansinn fari kannski af hér úti við Íshafið.

fyrir ekki svo mörgum árum hefði eini samskiptamátinn verið sendibréf sem voru hálfan mánuð á leiðinni (kynntist spænsku póstþjónustunni eins og hún var fyrir 20 árum) eða rándýr símtöl. núna aftur á móti er ekkert mál að vera í daglegu sambandi, þökk sé netinu. tölvupóstur er makalaust fyrirbæri og bloggið dugar ágætlega. er reyndar sú risaeðla að hafna því að tileinka mér msn – nóg er samt.

bestu kveðjur til España – þangað langar mig alltaf.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

loksins kom að því: í dag slær maður í gegn og verður ríkur!

15:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð felagiformaðurA passaðu bara sauma vel fyrir rassinn áður en þú ferð að svara svona gylliboðum

19:56  

Skrifa ummæli

<< Home