17.1.07

janúarútsalan framundan

jæja. nú líður óðum á útsölumánuðinn og eins gott að fara að huga að því að taka þátt í þeim slag.

ætla semsé að halda útsölu á myndlist um aðra helgi. rýmingarsölu á málverkum sem kúldrast í geymslu undir tröppum í Poulus tremula. sú geymsla er reyndar kölluð Reiðhöllin. nafngiftin á rætur í þeim árum fjölmörgum sem Kristján Pétur og Jón Laxdal ráku vinnustofu í plássinu. hjá þeim var gestkvæmt og í kompu þessari var dívangarmur alla þeirra tíð.

man ekkert nákvæmlega hvað er í þessari reiðhöll af málverkum en alla vega fer dálítið fyrir þeim og þarf að koma þeim burtu. og var búinn að heita þvi að flytja þau ekki milli geymsla einu sinni enn svo nú verður haldin brunaútsala. verður fróðlegt að sjá hvernig viðtökur verða. einhver tvö úrvalsverk verða þarna með, í stærri kantinum. svo alls konar malerí frá árunum frá svona '86 til '96 eða svo.

lít reyndar á þetta sem gjörning, hef enda gert þetta áður. að benda á að málverk eru vissulega markaðs- og neysluvara eins og hvað annað og ekkert athugavert að slá verulega af verði þeirrar vöru sem ekki selst vel og tekur lagerpláss. málverk eru ekki heilagir hlutir þótt þau hafi stimpilinn listaverk.

þannig að... fyrir þá sem hafa alla tíð alið þá von í brjósti að eignast málverk eftir Aðalstein Svan er þetta gullið tækifæri. mun standa dagana 27. og 28. janúar frá kl. 14:00 - 17:00

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahaha! Ég geri mig ad algjoru fífli hérna pásunni ad veltast um í hlatri yfir einstakri hnyttni tinni. Blogga tegar ég hef eitthvad ad blogga um......
Ég er eiginlega naestum nokkurnveginn búin ad ákveda ad fara í kofun....

10:01  
Anonymous Nafnlaus said...

já, það er örugglega margt leiðinlegra en að læra köfun í Miðjarðarhafinu.

spurning hvort þú verðir þá ekki að skipta úr eðlum í froska samt?

njóttu lífsins dóttir.

16:40  

Skrifa ummæli

<< Home