7.2.07

101

jams. kominn í áfangastað í 101. nokkuð síðan reyndar en ótengdur enn og hálf sambandslaus við umheiminn þess vegna. býst við símalínu á morgun eða hinn og þá er allt klárt.

bý semsagt á mögnuðum stað. í jaðri Grjótaþorps niðri við höfnina. í gamla hverfinu mínu síðan fyrir réttum 20 árum. og verulega gaman að búa sér til heimili á nýjum stað. íbúðin er sú minnsta sem ég hef búið í fram að þessu en smellpassar utan um mig akkúrat núna. handan við götuna, svona 20 metrum frá útidyrunum hjá mér er Sægreifinn með hættulega góða humarsúpu.

byrja að vinna á nýjum stað strax eftir helgi og veitti ekki af nokkrum frídögum eftir hamagang síðustu viku. var útkeyrður. kominn í fínt form núna og nýt lífsins.

svo áður en langt um líður þarf ég að fara að huga að því að undirbúa næstu sýningu sem verður í Deiglunni um páskana. verður stórfamæli því á næstu páskum verða liðin 25 ár frá því að ég hélt mína fyrstu sýningu. aldarfjórðungur í myndlist semsé.

allt í blóma og sólin skín.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra.
Við gerðum klárt í kvöld í Populus tremula, ég Arnar og Hjálmar. Það var gaman, en þó vantaði eitthvað -þín er sárt saknað. En það var þó kominn tími til að Populus tremula eignaðist ambassador í höfuðborginni. Helvíti er maður samt vængbrotinn. En það venst, maður kann svosem að sleikja sárin og verður bara forhertari með aldrinum - sárin gróa en það svíður samt um stund.
Gangi þér vel og gakktu beinn.
shj

01:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Claro, alltaf er allt um páskana.....
Jájájá.....
Ekki fae ég svona saetar kvedjur og tó flutti ég nokkrum kílómetrum fjaer....kem svosum aftur
fék 8.5 úr fysta ensku verkefninu.... er ad rúlla tessu upp. Gott ad geta bullad...

14:07  
Anonymous Nafnlaus said...

þakka kveðjurnar.eins og annað virkar þetta í báðar áttir.

flott hjá þér Katla!

21:04  

Skrifa ummæli

<< Home