31.1.07

lausum endum fækkar

mikið annríki í prívatlífinu þessa dagana.

vel heppnuð málverkaútsala að baki um síðustu helgi og staðið í ströngu í pökkun og sorpeyðingu. yfirgengilegt hvað safnast upp hjá manni af drasli. skil það reyndar ekki. úr kjallaranum einum saman eru farnir þrír fullir sendibílar á haugana. og einn úr íbúðinni sjálfri sem þó var tekin algjörlega í gegn fyrir réttum tveimur árum. þarf að passa mig á þessu framvegis.

og tókst að leigja út íbúðina í kvöld. það var síðasta vafamálið í flutningaferlinu. afhendi íbúðina á föstudaginn kemur og þarf að gera eitt og annað fyrir þann tíma. samt ekkert óyfirstíganlegt. húsgögnin verða sennilega erfiðust viðfangs, þeas að troða þeim inn í kjallarann. sé það yfir höfuð hægt.

útfararpartí úr Spítalavegi og Stíl á fimmtudagskvöldið klukkan tuttugu. gestir fá að bera bókasafnið í kjallarann...

síðasti vinnudagur á Stíl á morgun eftir hálft ellefta ár. semsagt tímamót. í raun er ég að skipta um vinnu í annað sinn á ævinni svona í alvöru. fyrir utan æsku- og námsár í hinu og þessu eins og gengur. kannski verður sagt um mig eins og ágæt kona sagði við son sinn þegar hann um þrítugt skipti í fyrsta sinn á ævinni um starf: „ætlar þú að verða einn af þessum mönnum sem tollir hvergi í vinnu?“

og svo á að keyra suður á föstudagskvöldið með búslóð sem rúmast í Peugeot 407 sedan. semsagt sokkaplöggin, tölvuna og gítarinn... eitthvað af myndlist á veggi. og bling! fluttur. í bóhemstúdíó við Tryggagötuna eins og vera ber og passar mér best.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bara glæsilegt. Gott að henda fortíðarruslinu á haugana öðru hvoru og byrja upp á nýtt. Taka bara reynsluna með sér og nýta hana í ný störf og tækifæri sem framtíðin hefur að geyma.

09:08  

Skrifa ummæli

<< Home