12.2.07

kúnst og kúnstir á Kjarvalsstöðum

datt inn á fínar sýningar á Kjarvalsstöðum um helgina. önnur þeirra, K-þátturinn, er sett upp af Einari Garibalda, þeim ágæta myndlistarmanni, sem velur verk á sýninguna og stýrir henni. varpar hátíðleikanum fyrir róða og hefur valið frábær málverk á þessa sýningu. það er sífelld nautn að rýna í góðan Kjarval – tala nú ekki um fyrir fólk með ástríðu fyrir málverkum. hlutur Kjarvals og val Einars á verkum málarans er semsé afburðagott.

öllu verri er umgjörð sýningarinnar. að mínu mati sumsé. því einhverra hluta vegna eru í öllum hornum salanna tveggja, sem sýningin er haldin í, skilti niðri við gólf með númerum og textum. skiltin eru stór og hvít, giska á svona 60x120 sm á stærð með neongrænum texta og köntum. er bara ljótt. forljótt. æpa á gesti og vinna grimmilega gegn málverkunum.

þarna eru menn með kúnstir við kúnstina sem er ekki að gera sig. svona nokk hafa menn kallað listrænt rúnk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home