enn mun reimt á Kili
auðvitað á að leggja heilsársveg yfir hálendið. Kjölur sjálfsagt ekki verri leið en hver önnur.
og almennilegan upphækkaðan og malbikaðan veg. hvað sem jeppaeigendur í þéttbýli rembast við að halda einkarétti á öræfunum í krafti þess að eiga sinn Hummer eða breyttan Land Cruiser.
helst af öllu hefði ég viljað sjá hugmyndir um alvöru hraðbraut þarna yfir þar sem leyfður ökuhraði væri svona 120 eða 130 km/klst. með því mætti stytta ferðatímann milli landshluta enn frekar en tekst með styttingu. en þetta er útópía og ég veit það.
möguleikar héraðanna beggja vegna fjalla við slíkan veg eru óteljandi og mikilvægir. eða af hverju halda menn að sveitarfélög eins og Árborg séu hluthafar í Norðurvegi? og skiptir miklu meira máli en stytting milli Akureyrar og Reykjavíkur ein og sér.
þau rök Ómars lands og þjóðar að með slíkri framkvæmd sé gripið fram fyrir hendurnar á komandi kynslóðum eru að mínu mati ekki rök. því það er nokkurn veginn alveg sama í hvaða framkvæmdir við förum, við erum að gera akkúrat þetta. hefur verið þannig síðan á steinöld. menn hafa ekkert verið að kvarta yfir þessum þætti þegar hugað er að tvöföldun Reykjanesbrautar (sem er frábær framkvæmd) eða lagningu Sundabrautar.
og almennilegan upphækkaðan og malbikaðan veg. hvað sem jeppaeigendur í þéttbýli rembast við að halda einkarétti á öræfunum í krafti þess að eiga sinn Hummer eða breyttan Land Cruiser.
helst af öllu hefði ég viljað sjá hugmyndir um alvöru hraðbraut þarna yfir þar sem leyfður ökuhraði væri svona 120 eða 130 km/klst. með því mætti stytta ferðatímann milli landshluta enn frekar en tekst með styttingu. en þetta er útópía og ég veit það.
möguleikar héraðanna beggja vegna fjalla við slíkan veg eru óteljandi og mikilvægir. eða af hverju halda menn að sveitarfélög eins og Árborg séu hluthafar í Norðurvegi? og skiptir miklu meira máli en stytting milli Akureyrar og Reykjavíkur ein og sér.
þau rök Ómars lands og þjóðar að með slíkri framkvæmd sé gripið fram fyrir hendurnar á komandi kynslóðum eru að mínu mati ekki rök. því það er nokkurn veginn alveg sama í hvaða framkvæmdir við förum, við erum að gera akkúrat þetta. hefur verið þannig síðan á steinöld. menn hafa ekkert verið að kvarta yfir þessum þætti þegar hugað er að tvöföldun Reykjanesbrautar (sem er frábær framkvæmd) eða lagningu Sundabrautar.
2 Comments:
Sammála, en þó með fyrirvara. Það hangir nefnilega á spítunni að einkavæða veginn og gefa fyrirtækinu landið undir hann. Einkaframkvæmd eins og Hvalfjarðargöngin er ok, en einkavæðing sem inniber rétt framkvæmdaaðilans til að selja og ráðstafa veginum að vild og ráða vergjöldum um aldur og æfi kemur ekki til greina, Óver mæ ded boddí.
shj
já, hef hreinlega ekki velt þessum þætti neitt fyrir mér. þarf að gera það. en þessi samgönguleið væri frábær.
Skrifa ummæli
<< Home